Þrjú bein rauð spjöld á Víkinga í Vesturbæ

Halldór Smári Sigurðsson, fyrir miðju, og Kári Árnason, til hægri, …
Halldór Smári Sigurðsson, fyrir miðju, og Kári Árnason, til hægri, eru báðir búnir að fá rautt spjald. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar þessi frétt er skrifuð eru Íslandsmeistarar KR með 2:0-forystu gegn Víkingi Reykjavík á heimavelli í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Hefur leikurinn vægast sagt verið viðburðaríkur því Víkingur er þremur mönnum færri. 

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason fékk fyrsta rauða spjald leiksins á 26. mínútu er hann missti Kristján Flóka Finnbogason framhjá sér og togaði hann niður þegar Kristján var að sleppa í gegn. 

Skoraði Kristján Flóki fyrir KR á 60. mínútu og Víkingar létu mótlætið fara með sig því Sölvi Geir Ottesen, fyrrverandi landsliðsmaður, fékk rautt spjald á 77. mínútu fyrir að slá Stefán Árna Geirsson á meðan Stefán lá í grasinu. 

Mjög vont varð enn verra á 85. mínútu er þriðji miðvörðurinn Halldór Smári Sigurðsson fékk beint rautt spjald á 85. mínútu fyrir ljóta tæklingu á Kennie Chopart. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert