Fyrsti sigur Þróttar kom í Ólafsvík

Daði Bergsson úr Þrótti og Gonzalo Zamorano úr Víkingi eigast …
Daði Bergsson úr Þrótti og Gonzalo Zamorano úr Víkingi eigast við í kvöld. Ljósmynd/Alfons

Þróttur Reykjavík vann sinn fyrsta sigur í Lengjudeild karla í fótbolta er liðið heimsótti Ólafsvík og vann þar sigur á Víkingi, 2:1. 

Esau Martinez kom Þrótti yfir á 33. mínútu en Harley Willard jafnaði í blálok fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi því 1:1. Oliver Hreiðarsson reyndist hetja Þróttara því hann skoraði sigurmarkið á 51. mínútu. 

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Þróttara, en liðið er í ellefta sæti með fjögur stig, nú fimm stigum frá Víkingi Ó og öruggu sæti í deildinni. 

mbl.is