Blikar hrukku í gang á fjórum mínútum

Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óhætt er að segja að Breiðablik hafi hrokkið í gang á fjögurra mínútna kafla upp úr miðjum síðari hálfleik gegn Keflavík á Kópavogsvellinum í gærkvöld. Blikar voru með nauma 1:0 forystu gegn nýliðunum en gerðu gjörsamlega út um leikinn með þremur mörkum á fjórum mínútum og lokatölur urðu 4:0.

Fyrsti sigur Blikanna í höfn og danski framherjinn Thomas Mikkelsen lét heldur betur að sér kveða.

*Mikkelsen skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Breiðablik í deildinni en þegar hann skoraði þriðja mark sitt á 69. mínútu jafnaði hann markamet Kristins Steindórssonar fyrir félagið í efstu deild, skoraði sitt 40. mark í sínum 50. leik í deildinni.

Það stóð ekki lengi, tveimur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Blika, eftir sendingu frá Mikkelsen, og var þar með orðinn handhafi metsins á ný með 41 mark!

*Þrennan hjá Mikkelsen er sú fyrsta hjá leikmanni Breiðabliks síðan Jonathan Glenn skoraði þrennu í 3:1 sigri á ÍA árið 2015.

Tímamótasigurmark Almars

Almarr Ormarsson skoraði sitt 40. mark í efstu deild þegar hann tryggði Val sigur á HK, 3:2, í bráðfjörugum leik á Hlíðarenda með marki á nítugustu mínútu leiksins. Með þessu marki hefur Almarr jafnframt skorað fyrir fimm félög í deildinni en áður fyrir Fram, KR, Fjölni og KA.

Almarr skoraði svipað mark gegn HK í fyrra, þá jöfnunarmark fyrir KA í leik liðanna á Akureyri.

Umfjöllun um leiki gærkvöldsins er að finna í Morgunblaðinu í dag ásamt M-gjöfinni, einnkunnagjöf blaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert