Smit hjá Kórdrengjum og aftur frestað

Frá leik Kórdrengja og Þórs.
Frá leik Kórdrengja og Þórs. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik Aftureldingar og Kórdrengja sem átti að fara fram í dag klukkan 14 hefur verið frestað í óákveðinn tíma vegna smits í herbúðum Kórdrengja.

Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna smits í nærumhverfi leikmanns Kórdrengja. Nú er komið í ljós að leikmaðurinn smitaðist og því hefur verið framlengt á nýjan leik.

Er um að ræða annan leikinn á skömmum tíma sem er frestað en leik Fram og Víkings frá Ólafsvík var einnig frestað vegna smits í leikmannahópi Ólafsvíkinga.

mbl.is