Ég verð áfram

Pétur Pétursson ánægður með lífið og faðmar Dóru Maríu Lárusdóttur …
Pétur Pétursson ánægður með lífið og faðmar Dóru Maríu Lárusdóttur og Fanndísi Friðrikdsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst leikurinn bara frábær hjá okkur,“  sagði Pétur Pétursson annar af þjálfurum Valskvenna eftir 5:0 sigur á Selfoss þegar liðin mættust í síðustu umferð mótsins að Hlíðarenda í kvöld. 

Valskonur voru búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna fyrir nokkur síðan en gerðu jafntefli við nýliða Keflavíkur í síðasta leik og Pétur það ekkert auðveld að gera sig kláran í þeirri stöðu.  „Það er ekkert auðvelt að gíra sig upp í leik þegar búið er að vinna titilinn fyrir nokkru síðan, eins og sást í leik okkar við Keflavík en mér fannst við gíra okkur vel í þennan leik og gera þetta eins og meisturum sæmir. Það kom ekkert annað til greina en að vinna þennan titil.  Þó fólk haldi að þetta séu ekki allt erfiðir leikir þá eru þeir það.  Við náðum að vinna þá leiki sem við þurftum að vinna og mér fannst við gera það vel, spila góðan fótbolta og vinna leikina sannfærandi.“

Pétur á ekki von á öðru en halda áfram að vera einn af þjálfurum liðsins.  „Ég er með samning áfram svo ég veit ekki annað en að sama teymið verði áfram.   Ég hef ekki hugmynd um hvort allir leikmennirnir verði áfram, þeir hljóta að vera áfram,“  sagði Pétur. 

Þegar á hólminn var komið misstigum við okkur sjaldnast

„Það gekk auðveldlega að gíra sig upp fyrir þennan leik, betur en í síðasta leik við Keflavík og við ætluðum að reyna klára þetta með stæl og það tókst,“  sagði Sandra Sigurðardóttir markvörður Vals eftir leikinn.    „Mér finnst vaxandi lýsa best sumrinu.  Fannst við í smá ströggli til að byrja með en svo kom þetta.  Við vissum að það yrði barátta við Blika og  líka önnur lið sem myndu halda í við okkur en þegar á hólminn var komið þá vorum það við sem misstigum okkur sjaldnast.   Það telur í lokin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert