Breiðablik mætir PSG og Real Madríd í Meistaradeildinni

Leikmenn Breiðabliks fagna því þegar sætið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu …
Leikmenn Breiðabliks fagna því þegar sætið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var tryggt í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu dróst rétt í þessu gegn stórliði París Saint-Germain í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst í næsta mánuði.

Frakklandsmeistarar PSG og Breiðablik eru saman í B-riðli ásamt Real Madríd og Zhytlobud Kharkiv frá Úkraínu.

Dregið var í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss.

Drátturinn í heild sinni:

A-riðill:

Chelsea

Wolfsburg

Juventus

Servette

B-riðill:

París Saint-Germain

Breiðablik

Real Madríd

Zhytlobud Kharkiv

C-riðill:

Barcelona

Arsenal

Hoffenheim

Köge

D-riðill:

Bayern München

Lyon

Häcken

Benfica

Á þessu tímabili fer riðlakeppni fram í fyrsta skipti í Meistaradeildinni kvennamegin, en hingað til hefur einungis verið stuðst við útsláttarkeppni. Fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fara fram 5. og 6. október næstkomandi.

Undir gamla fyrirkomulaginu hefur Breiðablik lengst komist í átta liða úrslit. Það var haustið 2006 þegar liðið laut í lægra haldi gegn Arsenal, sem vann svo keppnina það tímabilið.

mbl.is