Hlýtur að hafa mjög gaman af dramasímtölum

„Mér finnst þær ekki búnar að vera nægilega sannfærandi og þær hafa verið að kreista út sigra á undirbúningstímabilinu,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, þegar rætt var um Val í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Harpa, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, voru sérfræðingar þáttarins.

„Pétur þjálfari sagði nú í einhverju viðtali að hann vildi vera með 30-manna leikmannahóp, ég hugsaði strax hallelujah,“ sagði Helena.

„Hann hlýtur að hafa mjög gaman af dramasímtölum,“ bætti Harpa við.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Pétur Pétursson stýrði Val til sigurs í úrvalsdeildinni á síðustu …
Pétur Pétursson stýrði Val til sigurs í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en hann tók við liðinu í október 2017. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert