Fyrsta stig Þróttar kom gegn Vestra

Andy Pew, til hægri, skoraði mark Þróttar.
Andy Pew, til hægri, skoraði mark Þróttar. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Þróttur frá Vogum náði í sitt fyrsta stig í Lengjudeild karla í fótbolta í dag er liðið mætti Vestra á heimavelli. Lokatölur urðu 1:1.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Vladimir Tufegdzic Vestra yfir með marki úr víti á 62. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar jafnaði spilandi aðstoðarþjálfarinn Andy Pew og þar við sat.

Vestri er með fjögur stig og í sjöunda sæti eftir þrjá leiki. Þróttur fór upp úr neðsta sætinu og er nú í 11. sæti með eitt stig.  

mbl.is