Flestir koma frá Breiðabliki

Breiðablik og ÍBV eru þau tvö félög sem hafa teflt …
Breiðablik og ÍBV eru þau tvö félög sem hafa teflt fram flestum uppöldum leikmönnum á þessu keppnistímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðin tólf sem skipa Bestu deild karla í fótbolta árið 2022 notuðu 244 leikmenn í fyrstu átta umferðum Íslandsmótsins. Þar af fékk 201 leikmaður að spila einn eða fleiri leiki í byrjunarliði en 43 komu við sögu sem varamenn í einum eða fleiri leikjum.

Af þessum 244 leikmönnum voru 90 uppaldir hjá viðkomandi félagi. Af þeim fengu 68 tækifæri í byrjunarliði uppeldisfélagsins í fyrstu átta umferðunum en 22 komu aðeins við sögu sem varamenn.

Breiðablik hefur alið upp flesta leikmenn sem spila í deildinni. Tólf sem léku með toppliði deildarinnar í átta fyrstu umferðunum, þar af sjö sem fengu tækifæri í byrjunarliðinu, og samtals eru 27 leikmenn í deildinni uppaldir hjá Kópavogsfélaginu. Breiðablik á leikmenn í ellefu af tólf liðum deildarinnar, öllum nema ÍBV. Nítján uppaldir Blikar fengu tækifæri í byrjunarliðum í deildinni og hinir átta komu inn á sem varamenn.

ÍBV er hinsvegar það lið sem notaði flesta uppalda leikmenn í byrjunarliði í átta fyrstu umferðunum. Níu Eyjamenn fengu tækifæri til að hefja leik í deildinni og tveir til viðbótar sem varamenn.

Ítarleg úttekt á uppruna leikmanna í Bestu deild karla er í Morgunblaðinu í dag og þar má sjá hvaðan leikmenn koma í hverju liði fyrir sig

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert