Mark í lokin tryggði Víkingum sigur á KA

Erlingur Agnarsson kemur Víkingi í forystu.
Erlingur Agnarsson kemur Víkingi í forystu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA og Víkingur mættust í frábærum fótboltaleik á Greifavellinum á Brekkunni á Akureyri í dag. Leikurinn var í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta var afar mikilvægur. Þau eru bæði í toppbaráttu og urðu að sigra í dag til að hanga eitthvað í toppliði Breiðabliks. Fyrir leik voru Blikar með 42 stig, KA með 36 en Víkingur með 32 en með leik til góða á hin liðin tvö.

Víkingur vann leikinn 3:2 eftir að hafa lent 1:2 undir um miðjan seinni hálfleikinn.

Það var Víkingur sem skoraði fyrsta mark leiksins. Föst sending kom inn á teiginn frá vinstri kantinum og Erlingur Agnarsson kastaði sér fram og stangaði boltann yfir Kristijan Jajalo í marki KA.

KA náði að jafna leikinn fyrir hálfleik. Bakvörðurinn Logi Tómasson ætlar að skýla boltanum aftur fyrir endamörk en Steinþór Freyr Þorsteinsson náði að pota honum út í teiginn. Þar kom Sveinn Margeir Hauksson á ferðinni og hamraði á markið. Ingvar náði að koma fingrum á boltann en þaðan fór hann í Kyle McLagan og í netið. Staðan var 1:1 í hálfleik og nóg eftir af fjöri.

Það var svo um miðjan seinni hálfleikinn sem allt varð vitlaust í stúkunni á KA-vellinum. Nökkvi Þeyr Þórisson sendi þá boltann upp í samskeytin á marki Víkinga og kom KA yfir. Var markið hans 17. Í sumar. Víkingar efldust heilmikið við þetta mark og blésu til sóknar sem skilaði marki nokkru síðar. Júlíus Magnússon stangaði boltann í mark KA eftir hornspyrnu og staðan 2:2.

Þetta var þó ekki búið þar sem Birnir Snær Ingason átti síðasta orðið. Hann náði föstu skoti að marki KA á lokamínútunni og það lak í markið eftir að boltinn fór í varnarmann. Víkingar knúðu því fram afar mikilvægan sigur og komu sér nær toppliðunum.

KA 2:3 Víkingur R. opna loka
90. mín. Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) skorar 2:3. Skot frá vvítateig sem ver í Gaber og inn fyrir línuna. Kristijan leit illa út í marki KA.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert