Ansi stórt verkefni fyrir þá sem skilja fótbolta

Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í …
Arnar Þór Viðarsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu frá því í desember 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu síðan Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins í desember árið 2020.

Á árinu sem er að líða lék liðið 14 leiki; tveir þeirra unnust, átta enduðu í jafntefli og fjórir þeirra töpuðust. 

„Heilt yfir þá er ég og við sem störfum í kringum liðið ánægð með árið 2022,“ sagði Arnar Þór í samtali við Morgunblaðið.

„Í lok árs 2021 misstum við yfir 700 A-landsleiki úr hópnum af hinum ýmsu aðstæðum. Það tekur alltaf tíma að byggja upp nýtt lið og fyrst þarf að finna ákveðinn grunn. Með góðum grunni er svo hægt að byggja upp nýtt lið og við höfum talað um það, alveg frá síðasta ári, að við séum að vinna í því jafnt og þétt. 

Það tekur um það bil 10 ár fyrir hvern leikmann að safna 70 landsleikjum og þeir sem kunna að reikna og skilja fótbolta gera sér grein fyrir því að verkefnið hefur verið ansi stórt. Þess vegna er ég stoltur yfir þeim stað sem liðið er komið á,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

Ítarlegt viðtal við Arnar Þór birtist á íþróttasíðum Morgunblaðsins á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert