Íslandsmeistari til Leiknis

Omar Sowe ásamt Vigfúsi Arnari Jósepssyni, þjálfara Leiknis.
Omar Sowe ásamt Vigfúsi Arnari Jósepssyni, þjálfara Leiknis. Ljósmynd/Leiknir

Karlaliði Leiknis úr Reykjavík í knattspyrnu hefur borist mikill liðstyrkur þar sem sóknarmaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir samning við félagið og leikur með liðinu á næsta tímabili.

Sowe, sem er 22 ára gamall Gambíumaður, lék með Breiðabliki að láni frá bandaríska félaginu New York Red Bulls á síðasta tímabili og varð Íslandsmeistari með liðinu.

Skoraði hann tvö mörk í 17 leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu.

Leiknir féll hins vegar úr deildinni og leikur því í næstefstu deild, Lengjudeildinni, á komandi tímabili.

„Leiknir bindur miklar vonir við þennan hæfileikaríka framherja. 

Bjóðum Omar Sowe hjartanlega velkominn í Leiknis-fjölskylduna,“ sagði í tilkynningu frá knattspyrnudeild Leiknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert