11. umferð: Áfangi, þrenna, ættfræði

Ásta Eir Árnadóttir með boltann í sínum 150. leik í …
Ásta Eir Árnadóttir með boltann í sínum 150. leik í deildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elleftu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta lauk í gærkvöld og þar náði leikmaður Breiðabliks stórum áfanga.

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, lék sinn 150. leik í efstu deild þegar Kópavogsliðið vann Tindastól 4:0 í gærkvöld. Hún hefur leikið alla leikina fyrir Breiðablik og er sú fimmta frá upphafi sem nær þessum leikjafjölda fyrir félagið. 

Agla María Albertsdóttir skoraði sína þriðju þrennu í efstu deild í sigrinum á Tindastóli. Hún hefur skorað þær á þriggja ára fresti, fyrst fyrir Stjörnuna gegn KR árið 2017, þá fyrir Breiðablik gegn FH árið 2020 og nú gegn Tindastóli 2023. Þar að auki skoraði hún þrennu gegn Þrótti í bikarkeppninni fyrr í sumar.

Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu gegn Tindastóli og eltir hér …
Agla María Albertsdóttir skoraði þrennu gegn Tindastóli og eltir hér Hugrúnu Pálsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Agla María var fyrir leikinn búin að skora tvö mörk í deildinni í ár en nú eru þau fimm talsins, og þar með hefur hún alls skorað 65 mörk í 130 leikjum í efstu deild. Nákvæmlega mark í öðrum hverjum leik að meðaltali.

Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sitt 30. mark í efstu deild þegar hún kom Val í 2:0 gegn FH í Kaplakrika í gærkvöld. Hún bætti einu við og Valur vann 3:2, og Bryndís er áfram markahæst í deildinni, nú með níu mörk.

Heidi Giles skoraði sitt fyrsta mark í deildinni þegar hún gerði fyrra mark FH gegn Val. Þetta er hennar fyrsta ár í efstu deild en Heidi lék með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í 1. deildinni í fyrra.

Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Val í deildinni þegar hún kom liðinu yfir gegn FH í Kaplakrika. Ísabella hafði áður skorað tvö mörk fyrir KR í efstu deild. Hún á ekki langt að sækja markanefið því móðir hennar er Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir sem skoraði 20 mörk í efstu deild fyrir Breiðablik og KR og faðir hennar er Tryggvi Guðmundsson sem er markahæstur allra í sögu efstu deildar karla.

Bryndís Arna Níelsdóttir faðmar Ísabellu Söru Tryggvadóttur eftir fyrsta mark …
Bryndís Arna Níelsdóttir faðmar Ísabellu Söru Tryggvadóttur eftir fyrsta mark Vals gegn FH. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Val gegn FH og lék sinn fyrsta leik með félaginu í efstu deild. Hún lék áður átta leiki í deildinni með Aftureldingu.

Eyvör Pálsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Tindastóli gegn Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik í efstu deild.

Úrslit­in í 11. um­ferð:
Þrótt­ur R. - Sel­foss 3:0
ÍBV - Stjarn­an 1:2
Kefla­vík - Þór/​KA 0:1
Breiðablik - Tinda­stóll 4:0
FH - Val­ur 2:3

Marka­hæst­ar:
9 Bryn­dís Arna Ní­els­dótt­ir, Val
5 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
5 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​​KA

5 Tanya Boychuk, Þrótti
4 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
4 Linli Tu, Kefla­vík
4 Shaina Ashouri, FH
4 Tayl­or Ziemer, Breiðabliki
3 Ásdís Kar­en Hall­dórs­dótt­ir, Val
3 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Freyja Karín Þor­varðardótt­ir, Þrótti
3 Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Stjörn­unni
3 Hafrún Rakel Hall­dórs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, Stjörnunni
3 Holly O'Neill, ÍBV
3 Hulda Ósk Jóns­dótt­ir, Þór/​​KA
3 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Stjörn­unni
3 Katla Tryggvadóttir, Þrótti
3 Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Breiðabliki
3 Mel­issa Garcia, Tinda­stóli
3 Olga Sevcova, ÍBV
3 Þóra Björg Stef­áns­dótt­ir, ÍBV

Næstu leik­ir:
8.7. Breiðablik - Keflavík
8.7. Stjarnan - Þróttur  R.
9.7. FH - Tindastóll
9.7. Selfoss - Valur
9.7. Þór/KA - ÍBV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert