Óskar Hrafn hættur með Breiðablik

Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur.
Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Óskar Hrafn Þorvaldsson er hættur störfum sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu.

Hann skýrði frá þessu í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn gegn Stjörnunni í dag.

Óskar sagði þar að ákvörðunin um það hefði verið tekin á föstudaginn. Hann kvaðst hafa sagt stjórn knattspyrnudeildar á fundi á mánudaginn að hann vildi hætta eftir þetta tímabil, þegar riðlakeppni Sambandsdeildarinnar lyki, en þar á Breiðablik eftir fjóra leiki.

„Á föstudaginn hittumst við aftur og þar tilkynntu þeir mér að starfskrafta minna væri ekki óskað lengra en framyfir þennan leik," sagði Óskar.

Aðspurður um hvort hann hefði viljað ljúka riðlakeppninni svaraði Óskar að hann hefði alið sín börn upp og þá sem vildu þiggja ráð frá sér með því hugarfari að hætta ekki í miðju verkefni. Þetta væri ekki tímapunkturinn sem hann hefði kosið. 

Óskar fer til Noregs á morgun til Noregs og ræðir þar við forráðamenn Haugesund um að hann taki mögulega við félaginu eftir þetta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert