Varð fyrir áreiti frá allskonar fólki

„Ég fékk töluvert áreiti frá fólki og það ekkert rosalega gaman,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dagmálum.

Rakel, sem er 35 ára gömul, á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún lék síðast í efstu deild sumarið 2020 og hefur ekki hug á því að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.

Tími sem styrkti mig

Rakel gekk til liðs við Breiðablik frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, fyrir tímabilið 2012, eftir að hafa verið fyrirliði Akureyringa árin áður en Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2012 á meðan Breiðablik hafnaði í 5. sæti úrvalsdeildarinnar.

„Það var ekki mikil ánægja með það að ég væri að fara eitthvað annað,“ sagði Rakel.

„Fólk skiptir um lið og allt það en svo gekk vel hjá Þór/KA á meðan það gekk frekar illa hjá okkur í Breiðablik og þá fór fólk aðeins að pota í mig.

Án þess að fara nánar út í það þá styrkti þessi tími mig. Svo það komi nú fram samt þá voru þetta ekki leikmenn, þetta var allskonar fólk og meira stuðningsmenn,“ sagði Rakel meðal annars.

Viðtalið við Rakel í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert