Af hverju ætti ég að fara í VIP-herbergi?

Eliza, Guðni Th., Ólafur Ragnar og Dorrit á aðdáenda-svæðinu í …
Eliza, Guðni Th., Ólafur Ragnar og Dorrit á aðdáenda-svæðinu í Nice á mánudag. mbl.is/Golli

Nýkjörinn forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður á meðal íslenskra stuðningsmanna þegar Ísland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum á Evrópumótinu í knattspyrnu á sunnudag.

Hann var sem kunnugt er einnig í stúkunni þegar Ísland sigraði England, 2:1, í 16-liða úrslitunum í Nice á mánudag. Þar hittust núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og sá nýkjörni, Guðni.

Guðni og eiginkona hans, El­iza Reid, voru í landsliðstreyju en Ólafur Ragnar og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, voru í hefðbundnum klæðnaði.

Sjálfur hefur Guðni sagt að hann ætli aftur að klæðast landsliðstreyjunni í París á sunnudag og að hann ætli að vera á meðal íslenskra stuðningsmanna:

„Af hverju ætti ég að fara inn í VIP-herbergi og fá mér kampavín þegar ég get gert það hvar sem er í heiminum?“ er haft eftir Guðna á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

LEIKIR Í DAG - 27. FEBRÚAR

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 27. FEBRÚAR

Útsláttarkeppnin