Gensheimer markahæstur á EM

Uwe Gensheimer er markahæstur á EM.
Uwe Gensheimer er markahæstur á EM. AFP

Hornamaðurinn Uwe Gensheimer, fyrirliði Evrópumeistara Þýskalands í handknattleik, er markahæstur á Evrópumótinu þegar leiknar hafa verið tvær umferðir í riðlakeppninni í Króatíu.

Gensheimer hefur skorað 16 mörk, þremur mörkum meira en Danirnir Mikkel Hansen og Rasmus Lauge. Norðmennirnir Kristian Bjornsen og Kent Robin Tønnesen og Dejan Manaskov frá Makedóníu koma svo næstir með 12 mörk hver.

Ólafur Guðmundsson er markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk, Arnór Þór Gunnarsson hefur skorað 9 og Aron Pálmarsson 8.

Leikir dagsins á EM:

A-riðill:
17.15 Ísland - Serbía
20.00 Króatía - Svíþjóð

B-riðill:
17.15 Frakkland - Hvíta-Rússland
20.00 Noregur - Austurríki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert