Erlingur er að búa til hörkulið

Erlingur Richardsson á hliðarlínunni í sigrinum á Ungverjum.
Erlingur Richardsson á hliðarlínunni í sigrinum á Ungverjum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Andstæðingur Íslands á EM annað kvöld verður lið Hollands sem Erlingur Richardsson stýrir. Óhætt er að segja að Holland hafi hrist verulega upp í handboltaáhugafólki í fyrsta leiknum í riðlinum þegar liðið skellti Ungverjalandi hér í Búdapest 31:28.

Holland, sem komst á EM í fyrsta skipti í Svíþjóð fyrir tveimur árum, byrjar mótið á því að ná í tvö stig gegn gestgjöfunum sem í leiknum nutu stuðnings 20 þúsund ungverskra stuðningsmanna.

Erlingur Richardsson hefur unnið frábært starf með hollenska liðið. Sem nýliðar á EM stóð liðið sig ágætlega í Svíþjóð 2020. Liðið tapaði reyndar með um tíu marka mun fyrir stórveldunum Spáni og Þýskalandi en vann Lettland. En það er einnig afrek að komast inn á stórmótin þegar lið eru í neðri styrkleikaflokkunum því þá þarf að leggja þjóðir sem hafa verið á stórmótunum að velli á leiðinni.

Hollenska liðið hefur greinilega bætt sig frá því fyrir tveimur árum. Liðið var yfir svo gott sem allan leikinn gegn Ungverjalandi og náði fimm marka forskoti um tíma í fyrri hálfleik. Ungverjar náðu að éta upp forskotið þegar leið á en á lokamínútunum brást Hollendingunum ekki kjarkurinn. Þeir þorðu að sækja sigurinn og leystu þá stöðu mjög vel sem kom upp þegar meðbyrinn virtist vera með heimamönnum.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »