Ólafur og Janus lausir úr einangrun og spila

Ólafur Guðmundsson og Janus Daði Smárason geta spilað í dag.
Ólafur Guðmundsson og Janus Daði Smárason geta spilað í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ólafur Andrés Guðmundsson og Janus Daði Smárason eru lausir úr einangrun og geta spilað með íslenska landsliðinu í handknattleik gegn Noregi í leiknum um fimmta sæti Evrópumótsins í Búdapest í dag.

HSÍ tilkynnti um þetta rétt í þessu og fram kom að önnur PCR-próf liðsins frá því í gærkvöld hefðu reynst neikvæð.

Leikurinn hefst kl. 14.30.

mbl.is