Leikirnir voru himnasending

Ómar Ingi Magnússon skorar eitt af tíu mörkum sínum gegn …
Ómar Ingi Magnússon skorar eitt af tíu mörkum sínum gegn Noregi. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Það gat nú verið að síðasti leikur karlalandsliðsins í handknattleik á EM í Búdapest yrði spennuleikur og sá jafnasti þeirra allra úr því jafnt var að loknum venjulegum leiktíma.

Norðmönnum tókst að hafa betur í þetta skiptið en naumt var það. Eins marks tap 33:34 eftir 70 mínútur af hröðum og skemmtilegum handbolta. Niðurstaðan varð þar með 6. sætið hjá Íslendingum á EM 2022 og besti árangur liðsins í átta ár þrátt fyrir allt sem gekk á.

Leikir liðsins á EM hafa gert mikið fyrir býsna stóran hluta þjóðarinnar í janúarskammdeginu sem einnig hefur litast sóttvarnaraðgerðum. Fyrir marga hafa leikir íslenska liðsins verið eins og eins konar himnasending til að drepa tímann og gleyma stað og stund. Fjórir leikir liðsins af átta voru æsispennandi á lokamínútunum og við kvörtum ekki yfir því að sigrum hafi verið landað án mikillar spennu gegn Portúgal, Frakklandi og Svartfjallandi.

Þau sem lifa sig hvað mest inn í leikina höfðu væntanlega mikla ánægju af EM en eru ef til úttauguð eftir hamaganginn. Þá er lítið annað að gera en að bóka sig hjá Reykjalundi eða í Hveragerði og safna kröftum fyrir HM á næsta ári.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert