Eggert sagður í viðræðum vð Sheffield Wednesdayr

Eggert Magnússon fyrrum stjórnarformaður West Ham.
Eggert Magnússon fyrrum stjórnarformaður West Ham. Reuters

Enska blaðið Daily Mirror greinir frá því í dag að Eggert Magnússon, fyrrum stjórnarformaður enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, eigi í viðræðum við Sheffield Wednesday um yfirtöku á félaginu en eins og mörg önnur ensk knattspyrnulið stendur Sheffield Wednesday illa fjárhagslega.

Forráðamenn Wednesday hafa aðeins staðfest að þeir eigi í viðræðum við ákveðin hóp manna sem þeir vilja ekki nafngreina en félagið leikur í ensku C-deildinni eftir að hafa fallið úr B-deildinni síðastliðið vor.

Eggert er sagður fara fyrir einu hópi fjárfesta sem vilja eignast félagið en tveir aðrir hópar hafa einnig verið inni í myndinni. Í frétt blaðsins segir að Eggert og félagar séu hins vegar komnir í viðræður um kaupin og gætu eignast það fyrir lítinn pening en skuldir Sheffield Wednesday er taldar vera um 26 milljónir punda. 

Nær þrjú eru liðin frá því Eggert yfirgaf West Ham. Eggert, sem er 63 ára gamall, varð stjórnarformaður West Ham þegar hann keypti félagið í nóvember 2006 í félagi við Björgólf Guðmundsson, sem sagði honum síðan upp störfum ári síðar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert