Íslendingar höfðu betur gegn enskum

Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu náðu frábærum úrslitum …
Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu náðu frábærum úrslitum gegn Englendingum sem þeir gætu mætt á Evrópumótinu í Danmörku í sumar. mbl.is/Kristinn

Ísland gerði sér lítið fyrir og vann England, 2:1, í vináttuleik U21 árs landsliða í knattspyrnu í Preston á Englandi í kvöld, með mörkum frá Arnóri Smárasyni og Hólmari Erni Eyjólfssyni. Nathan Delfouneso skoraði mark Englendinga. Frábær sigur íslenska liðsins í síðasta leik þess fyrir Evrópumótið í Danmörku í sumar.

Í marki Englendinga slapp Delfouneso einn í gegn eftir stungusendingu frá Danny Rose og kom boltanum framhjá Haraldi Björnssyni markverði Íslands. Íslendingar jöfnuðu hinsvegar metin þremur mínútum fyrir lok hálfleiksins. Alfreð Finnbogason besti maður Íslands í leiknum, vann þá boltann á miðjum vellinum og sendi stungusendingu á markaskorarann, Arnór Smárason.

Sigurmarkið kom svo eftir hornspyrnu á 66. mínútu. Hólmar Örn Eyjólfsson stökk hæst allra í teignum og skoraði með skalla í stöngina og inn eftir hornspyrnu frá Arnóri Smárasyni, glæsilegt og staðan því 2:1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert