Nær Arsenal að koma fram hefndum gegn Liverpool?

Santi Cazorla tekur aukaspyrnu fyrir Arsenal gegn Liverpool um síðustu …
Santi Cazorla tekur aukaspyrnu fyrir Arsenal gegn Liverpool um síðustu helgi. AFP

Þrír leikir fara fram í 16 liða úrslitum í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag. Stórleikur dagsins fer fram á Emirates Stadium þar sem Arsenal tekur á móti Liverpool.

Arsenal á svo sannarlega harma að hefna en liðið var tekið í kennslustund á Anfield í deildinni fyrir átta dögum þegar Liverpool vann stórsigur, 5:1, eftir að hafa verið 4:0 yfir í hálfleik.

„Við ætlum okkur að vinna bikarkeppnina í ár. Við mætum til leiks með okkar sterkasta lið og við þurfum ekki að hvíla neina leikmenn. Arsenal er hins vegar í annarri stöðu. Liðið á gríðarlega erfiðan leik í Meistaradeildinni í vikunni og því er líklegt að Wenger hvíli einhverja af sínum mönnum,“ segir Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool.

Leikir dagsins:

13.30 Everton - Swansea
15.00 Sheff.Utd - Nottingham Forest
16.00 Arsenal - Liverpool

mbl.is