Januzaj í hópnum hjá United?

Adnan Januzaj
Adnan Januzaj AFP

Enskir fjölmiðlar telja líklegt að Belginn Adnan Januzaj verði í leikmannahópi Manchester United gegn Southampton á laugardaginn. Hann kom aftur til félagsins fyrr í mánuðinum eftir lánsdvöl hjá Dortmund í Þýskalandi. 

Januzaj var aldrei í byrjunarliði Dortmund á tímabilinu og fékk því væntanlega lítið út úr dvöl sinni í Þýskalandi.

Januzaj var síðast í leikmannahópi United í ágúst. Er hann aðeins tvítugur að aldri en komst snemma að hjá United á sínum tíma. 

Sóknarleikur United hefur sætt gagnrýni á tímabilinu og telja enskir fjölmiðlamenn að þar á bæ vonist menn eftir því að Belginn ungi geti glætt sóknina lífi. 

mbl.is