Gekkst undir vel heppnaða aðgerð

Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus. AFP

Brasilíska ungstirnið Gabriel Jesus, leikmaður Manchester City, gæti snúið til baka í lok leiktíðarinnar eftir að hafa gengist undir vel heppnaða aðgerð í Barcelona.

Þessi 19 ára gamli framherji sem búinn er að skora þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum með City ristarbrotnaði í leiknum gegn Bournemouth á mánudagskvöldið og í kjölfarið kom knattspyrnustjórinn Pep Guardiola honum í aðgerð í Katalóníu þar sem hann þekkir vel til.

mbl.is