Lukaku verður undir mikilli pressu

Michael Carrick
Michael Carrick AFP

Michael Carrick, fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, segir að Romelu Lukaku sé undir meiri pressu en hann hefur nokkurn tímann verið eftir að Belginn gekk í raðir félagsins frá Everton í síðustu viku. 

Carrick þekkir þessa pressu vel, en hann gekk í raðir Manchester United frá Tottenham árið 2006. 

„Það er gríðarlegt stökk að koma til Manchester United. Ég kynntist því þegar ég kom frá Tottenham, það er erfitt að útskýra þetta fyrir einhverjum sem hefur ekki gengið í gegnum þetta sjálfur."

„Hann er undir mikilli pressu, en það hjálpar að hann hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni. Hann verður dæmdur fyrir það sem hann gerir á vellinum," sagði Carrick. 

mbl.is