Félagaskipti Gylfa til Everton nálgast

Gylfi Þór Sigurðsson fyrir æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu …
Gylfi Þór Sigurðsson fyrir æfingu með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu karla í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt bendir til þess að Swansea City og Everton komist að samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni, leikmanni Swansea City og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu karla, á næstu dögum ef marka má orð Paul Clement, knattspyrnustjóra Swansea City.

„Ég býst við því að Gylfi yfirgefi herbúðir okkar bráðlega. Félögin hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarið og það mjakast hægt og rólega í samkomulagsátt. Það er ágreiningur um hvers virði Gylfi er, en það er ekki mikið sem ber á milli,“ sagði Clement í samtali við Skysports í dag.

Clement ræddi við Skysports eftir markalaust jafntefli Swansea City gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á St. Mary's í dag. Clement sagði enn fremur að Swansea City væri farið að undirbúa það að fylla skarð Gylfa Þórs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert