Börsungar með þriðja tilboðið í Willian

Barcelona ætlar ekki að gefast upp á Willian.
Barcelona ætlar ekki að gefast upp á Willian. AFP

Barcelona hefur gert Chelsea enn eitt tilboðið í brasilíska landsliðsmanninn Willian að því heimildir Sky Sports herma.

Chelsea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum, upp á 50 og 53 milljónir punda, en að þessu sinni hljóðar tilboð spænska risans upp á 55 milljónir eða um 7,7 milljórum íslenskra króna.

Manchester United er einnigt sagt fylgjast með þessum þrítuga kappa sem hefur spilað með Chelsea frá árinu 2013 og skorað 44 mörk í 236 leikjum fyrir félagið.

mbl.is