„Ég skil Liverpool fullkomlega“

Jürgen Klopp og Pep Guardiola eru miklir mátar þrátt fyrir …
Jürgen Klopp og Pep Guardiola eru miklir mátar þrátt fyrir að vera andstæðingar innan vallar. AFP

Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi ekki gagnrýna leikmannakaup enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool þegar hann var spurður út í eyðslu félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Liverpool hefur eytt tæplega 200 milljónum punda í nýja leikmenn í sumar en Spánverjinn segist skilja eyðslu Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, fullkomlega.

„Önnur félög í deildinni gera það sem þau þurfa að gera. Ég skil eyðslu Liverpool fullkomlega. Ég er ekki að hugsa um hluti sem einhverjir hafa látið út úr sér í fortíðinni. Liverpool telur sig þurfa þessa leikmenn til þess að vera samkeppnishæfir og ég dæmi þá ekki. Þetta er þeirra ákvörðun og þannig er það. Gæðin í úrvalsdeildinni eru orðin meiri en áður, við sáum til þess  á síðustu leiktíð. Önnur lið þurfa að styrkja sig ef þau vilja skáka okkur. Liverpool er sögufrægt félag sem vill vinna titla og þeir eru að reyna gera það,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær.

Liverpool og Manchester City mætast í International Champions Cup-æfingamótinu í Bandaríkjunum í nótt en bæði lið ætla sér stóra hluti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert