Aron og Jóhann í eldlínunni í dag

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff verða í eldlínunni …
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff verða í eldlínunni í hádeginu. Ljósmynd/Cardiff

Sex leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar 12. umferð deildarinnar hefst. Tveir af þremur Íslendingum í deildinni verða í eldlínunni.

Aron Einar Gunnarsson og lið Cardiff ríða á vaðið í hádegisleiknum þegar Brighton kemur í heimsókn klukkan 12.30. Aron Einar hefur náð sér góðum af meiðslum og komið strax sterkur inn í byrjunarliðið hjá Cardiff, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir umferðina. Brighton er í 12. sæti.

Jóhann Berg Guðmundsson er svo lykilmaður hjá Burnley sem sækir Leicester heim klukkan 15. Burnley er í 15. sæti deildarinnar en Leicester er í því 10. Á sama tíma fara fram þrír aðrir leikir. Síðdegisleikurinn er svo viðureign Crystal Palace og Tottenham klukkan 17.30.

Leikir dagsins:

12.30 Cardiff – Brighton
15.00 Leicester – Burnley
15.00 Southampton – Watford
15.00 Newcastle – Bournemouth
15.00 Huddersfield – West Ham
17.30 Crystal Palace - Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert