Mourinho hefur snúist hugur

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að lið sitt þurfi á kraftaverki að halda til að ná að enda á meðal fjögurra efstu liða í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Manchester United hefur ekki unnið deildarleik frá því 3. nóvember. Liðið er í 7. sæti, átta stigum á eftir Arsenal en liðin eigast við á Old Trafford annað kvöld.

Fyrir leikinn á móti Crystal Palace 24. nóvember sagði Mourinho að liðið gæti komist í hóp fjögurra efstu liða í lok desember en nú hefur honum greinilega snúist hugur því eftir leikinn á móti Southampton sagði hann í viðtali við brasilísku sjónvarpsstöðina RedeTV að lið sitt þyrfti að kraftaverki að halda.

„Við verðum að reyna að fá eins mörg stig og mögulegt er og vonast eftir kraftaverki til að enda á meðal fjögurra efstu,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert