Nú fæ ég mér vínglas með Clough

Pep Guardiola hughreystir markvörð Burton í kvöld.
Pep Guardiola hughreystir markvörð Burton í kvöld. AFP

„Þetta voru góð úrslit og auðvitað erum við þegar komnir í úrslitin þótt við eigum eftir að spila síðari leikinn,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 9:0 sigur sinna manna gegn C-deildarliðinu Burton Albion í fyrri leik liðanna í úrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í fótbolta í kvöld.

„Burton hefur staðið sig gríðarlega vel í þessari keppni og leikmenn liðsins eiga að vera stoltir,“ sagði Guardiola, sem sá Gabriel Jesus skora fjögur mörk í leiknum.

„Framherjar þurfa að skora mörk. Jesus hefur fengið tækifæri í síðari leiknum og í kvöld skoraði hann. Hann er mjög mikilvægur. Núna fæ ég mér glas af víni með Nigel Clough.

Ég veit hversu mikilvægur faðir hans var fyrir enskan fótbolta. Hann var snillingur, alveg ótrúlegur,“ sagði Guardiola en faðir Nigel Clough var goðsögnin Brian Clough sem átti farsælan feril sem þjálfari en hann gerði bæði Derby og Nottingham Forest að Englandsmeisturum og Forest varð í tvígang Evrópumeistari bikarhafa undir hans stjórn. Hann lést árið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert