Þetta var ekta Manchester United

David de Gea fór á kostum í marki Manchester United …
David de Gea fór á kostum í marki Manchester United í gær. AFP

Spánverjinn David de Gea sýndi stórbrotin tilþrif á milli stanganna hjá Manchester United þegar liðið lagði Tottenham að velli 1:0 í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í gær.

De Gea varði alls 11 skot í leiknum, mörg þeirra með fótunum, og var hann maðurinn á bak við sigur sinna manna.

„Þetta var ekta Manchester United. Við unnum topplið og getum verið mjög ánægðir með þennan sigur. Mér fannst við stjórna leiknum í fyrri hálfleik en í þeim síðari fékk Tottenham góð færi. Ég man ekki eftir nokkrum vörslum mínum í leiknum svo ég get ekki valið þá bestu,“ sagði De Gea eftir leikinn en undir stjórn Ole Gunnar Solskjærs hefur Manchester-liðið unnið alla sex leikina, þar af fimm í deildinni.

„Stjórinn hefur náð að koma gleði inn í hópinn. Við höfum spilað vel og liðið er mjög sterkt núna,“ sagði Spánverjinn en næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Brighton á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert