Mourinho velkominn til baka

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Ef José Mourinho, sem rekinn var úr starfi knattspyrnustjóra Manchester United í síðasta mánuði, myndi snúa aftur í starf á Spáni yrði það mikil lyftistöng fyrir spænska knattspyrnu.

Þetta segir Javier Tebas, forseti spænsku 1. deildarinnar, en Mourinho hefur verið orðaður við endurkomu í stöðu stjóra Real Madrid. Mour­in­ho stýrði Real árin 2010-2013 og vann spænska meist­ara­titil­inn og bik­ar­keppn­ina einu sinni. Flor­ent­ino Perez, for­seti fé­lags­ins, er sagður aðdá­andi Mour­in­ho og hef­ur það ýtt und­ir sögu­sagn­ir um komu Portú­gal­ans.

„Hann er frábær þjálfari sem hefur marga eiginleika sem kæmu sér vel fyrir deildina. Það skiptir máli að vera gott vörumerki, eins og enska úrvalsdeildin er,“ sagði Tebas.

Real Madrid hef­ur þegar skipt um stjóra á tíma­bil­inu þegar Ju­len Lope­tegui var rek­inn og Santiago Sol­ari ráðinn í hans stað í októ­ber, en sá síðar­nefndi hef­ur held­ur ekki náð að heilla for­ráðamenn fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert