Stuðningsmenn United ósáttir

Stuðningsmenn Manchester United eru ekki hrifinir af Michael Oliver.
Stuðningsmenn Manchester United eru ekki hrifinir af Michael Oliver. AFP

Margir stuðningsmenn Manchester United eru ósáttir við að Michael Oliver komi til með að dæma stórslag liðsins við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn kemur. 

United hefur ekki vegnað sérstaklega vel þegar Oliver er með flautuna. Í 29 leikjum sem Oliver hefur dæmt hjá Manchester United er liðið aðeins búið að vinna ellefu, tapa ellefu og hefur gert sjö jafntefli.  

Síðasti leikur sem hann dæmdi með United var fyrsti leikur Ole Gunnars Solskjær við stjórn, en þá vann liðið 5:1-sigur á Cardiff á útivelli. Þar á undan dæmdi hann í 3:1-tapinu gegn West Ham. 

Stuðningsmenn United létu óánægju sína í ljós á Twitter og óskaði einn þeirra Liverpool til hamingju á meðan aðrir eru handvissir um að United fái rautt spjald í leiknum og Liverpool víti.

mbl.is