„City verður meistari“

Leikmenn City fagna marki.
Leikmenn City fagna marki. AFP

Liverpool og Manchester City eru í gríðarlega harðri baráttu um enska meistaratitilinn í knattspyrnu og það gæti dregið til tíðinda í þeirri baráttu í kvöld þegar City sækir granna sína í Manchester United heim.

Takist City að vinna sigur nær liðið eins stigs forskoti á toppi deildarinnar en eftir leikinn í kvöld eiga bæði City og Liverpool þrjá leiki eftir.

„City verður meistari. Liverpool er í Meistaradeildinni og ég held að það taki orku frá liðinu,“ sagði Bernd Leno markvörður Arsenal í samtali við Sky Sports þegar hann var beðinn um að spá í meistarabaráttuna.

„Ég held að Liverpool eigi raunhæfa möguleika á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Þetta verður 50/50 einvígi,“ sagði Leno, sem verður í eldlínunni með Arsenal á útivelli gegn Úlfunum í kvöld.

Leikirnir sem Liverpool og City eiga eftir:

Liverpool (88 stig):
Huddersfield (h)
Newcastle (ú)
Wolves (h)

Manchester City (86 stig):
Man.Utd (ú)
Burnley (ú)
Leicester (h)
Brighton (ú)
mbl.is