Spænskur landsliðsmaður til West Ham

Pablo Fornals.
Pablo Fornals. Ljósmynd/West Ham

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur gengið frá kaupum á spænska landsliðsmanninum Pablo Fornals frá Villareal.

Fornals er 23 ára gamall miðjumaður sem á að baki tvo leiki með spænska landsliðinu. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Lundúnaliðið og er annar dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins á eftir Brasilíumanninum Felipe Anderson.

mbl.is