Á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Sepp van den Berg mun gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool …
Sepp van den Berg mun gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool á morgun. Ljósmynd/@jacklusby_

Knattspyrnumaðurinn Sepp van den Berg er á leið í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool en það er Telegraph sem greinir frá þessu. Van den Berg er aðeins 17 ára gamall en Ajax og Bayern München reyndu einnig að fá leikmanninn til liðs við sig. Hann mun gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool á morgun og ef allt gengur eftir skrifa undir samning við Evrópumeistarana í vikunni.

Van den Berg á eitt ár eftir af samningi sínum við hollenska úrvalsdeildarliðið PEC Zwolle en Liverpool þarf að borga tæplega 2 milljónir punda fyrir þennan hollenska varnarmann. Van den Berg verða fyrstu kaup Liverpool í sumar en ólíklegt þykir að hann muni spila með aðalliði félagsins á næstu leiktíð.

mbl.is