Útilokar ekki viðskipti við Bin Laden-fjölskylduna

Frá leik Bournemouth og Sheffield United.
Frá leik Bournemouth og Sheffield United. AFP

Prince Abdullah, nýr eigandi enska úrvalsdeildarfélagsins Sheffield United, útilokar ekki að stunda viðskipti við Bin Laden-fjölskylduna. Fjölskyldan hefur sýnt félaginu áhuga og hefur Abdullah áhuga á að selja hlutatabréf úr félaginu til hennar. 

„Ég verð móðgaður þegar fólk talar illa um Bin Laden. Þetta er góð fjölskylda. Það er að minnsta kosti ein slæm manneskja í öllum fjölskyldum,“ sagði Abdullah á blaðamannafundi í dag. 

Osama Bin Laden skipulagði hryðjuverkaárásina á World Trade Center í New York 11. september 2001, sem varð 3.000 manns að bana. Þrátt fyrir það ætlar Abdullah ekki að fela viðskiptin sín við fjölskylduna. 

„Ég hef ekki stundað viðskipti við þau áður, en ég verð mjög ánægður ef það gerist einn daginn,“ bætti Abdullah við. Fjölskyldan er ein sú auðugasta í Sádi-Arabíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert