Meistararnir í vandræðum í Newcastle (myndskeið)

Jonjo Shel­vey tryggði Newcastle stig gegn Eng­lands­meist­ur­um Manchester City þegar liðin mætt­ust á St. James‘ Park í Newcastle í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í dag. Leikn­um lauk með 2:2-jafn­tefli en Shel­vey jafnaði met­in fyr­ir Newcastle með marki á 88. mín­útu.

City er í öðru sæti með 29 stig, en gæti misst Liverpool ellefu stigum fyrir ofan sig í dag. Þá getur Leicester tekið fram úr meisturunum með sigri á Everton á morgun. 

Öll fjögur mörking og dramatíkina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is