Vardy sá annar í sögunni

Jamie Vardy í leiknum í dag.
Jamie Vardy í leiknum í dag. AFP

Framherjinn Jamie Vardy skoraði tvö mörk fyrir Leicester í sannfærandi 4:1-sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Vardy er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk og með mörkunum í dag jafnaði hann met sem hafði staðið síðan árið 2003. Vardy hefur skorað í átta leikjum í röð og er hann annar maðurinn í sögunni til að ná þeim áfanga tvívegis. 

Vardy skoraði í ellefu leikjum í röð tímabilið 2015/16 er Leicester varð meistari, sem er einnig met í deildinni. 

Ruud van Nistelrooy skoraði átta mörk í röð með Manchester United. Náði hann áfanganum í janúar 2002 og ágúst 2003. 

mbl.is