Hefðum getað skorað sex eða sjö

Jürgen Klopp á hliðarlínunni í kvöld.
Jürgen Klopp á hliðarlínunni í kvöld. AFP

„Þvílíkt lið og þvílík frammistaða í erfiðum leik,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir 2:0-sigur á RB Salzburg á útivelli í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Með sigrinum tryggði Liverpool sér toppsæti E-riðils og sæti í 16-liða úrslitum. 

Salzburg byrjaði leikinn vel en eftir því sem leið á hann náði Livepool betri tökum. Í seinni hálfleik var Liverpool svo sterkari aðilinn.

„Þeir byrjuðu vel og gerðu sniðuga hluti til að komast á bak við okkur. Við náðum að verjast því vel. Í seinni hálfleik réðu þeir ekki við okkur og við skoruðum tvö glæsileg mörk. Við hefðum getað skorað sex eða sjö sem er klikkað. Við unnum leikinn og riðilinn og við erum glaðir. 

Við sköpuðum okkur góð færi og sérstaklega Salah, en svo skoraði hann úr erfiðasta færi kvöldsins. Ég skil ekki hvernig hann skoraði ekki meira. Það voru margir sem spiluðu vel. Þetta var erfiður leikur en okkur tókst þetta,“ sagði Klopp kátur. 

mbl.is