Arsenal horfir til Southampton

Cedric Soares gæti verið að skipta um félag á Englandi.
Cedric Soares gæti verið að skipta um félag á Englandi. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal íhugar nú að leggja fram tilboð í Cédric Soares, bakvörð Southampton, en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Soares er 28 ára gamall bakvörður sem getur spilað bæði hægri og vinstra megin á vellinum.

Arsenal tilkynnti um lánsamning sinn við brasilíska varnarmanninn Pablo Marí frá Flamengo í dag og nú gæti félagið verið að bæta við sig öðrum varnarmanni. Soares hefur spilað með Southampton frá árinu 2015.

Verðmiðinn á honum er í kringum fimm milljónir punda en Arsenal hefur verið í bakvarðavandræðum á tímabilinu þar sem margir varnarmenn liðsins eru meiddir. Arsenal er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig, 10 stigum frá Meistaradeildarsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert