Chelsea bjargaði jafntefli - West Ham úr fallsæti

Chelsea og Bournemouth skildu jöfn, 2:2.
Chelsea og Bournemouth skildu jöfn, 2:2. AFP

Chelsea tókst að bjarga jafntefli gegn Bournemouth á útivelli með marki fimm mínútum fyrir leikslok, en lokatölur urðu 2:2. 

Chelsea fór með forystu inn í hálfleikinn því Marcos Alonso skoraði fyrsta mark leiksins á 33. mínútu. Jefferson Lerma jafnaði á 54. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Josh King heimamönnum í 2:1. 

Chelsea gafst ekki upp og Alonso skoraði sitt annað mark og jöfnunarmark Chelsea á 85. mínútu og þar við sat. Chelsea er í fjórða sæti með 45 stig, fjórum stigum á undan Manchester United. 

West Ham vann sterkan sigur á Southampton.
West Ham vann sterkan sigur á Southampton. AFP

West Ham fór upp úr fallsæti með 3:1-heimasigri á Southampton. Jarrod Bowon kom West Ham yfir á 15. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Michael Obafemi jafnaði fyrir Southampton á 31. mínútu en Sébastien Haller sá til þess að West Ham færi með 2:1-forystu í hálfleikinn. 

Michail Antonio gulltryggði svo 3:1-sigur West Ham með marki á 34. mínútu. West Ham er nú í 16. sæti með 27 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. 

Þá skildu Newcastle og Burnley jöfn í Newcastle, 0:0, en bæði lið eru um miðja deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert