Fyrrverandi leikmenn Arsenal reknir

Alex Song lék 143 leiki fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Alex Song lék 143 leiki fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Ljósmynd/Ben Stansall

Svissneska knattspyrnufélagið Sion rak í dag níu leikmenn sem neituðu að samþykkja launalækkun vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra eru Alex Song og Johan Djourou sem á sínum tíma léku með Arsenal. 

Svissneska deildin fór í frí 1. mars og er samkomubann í gildi í landinu vegna veirunnar. Pajtim Kasami, fyrrverandi leikmaður Fulham, fékk einnig reisupassann.  

Sion er í tíunda sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar 13 leikir eru eftir. Fyrirliðinn Xavier Kouassi, Seydou Doumbia, Ermir Lenjani, Mickael Facchinetti, Christian Zock og Birama Ndoye voru sömuleiðis reknir frá félaginu. 

mbl.is