Leikur Manchester City og Newcastle sýndur á mbl.is

Pep Guardiola og hans menn í Manchester City fá Newcastle …
Pep Guardiola og hans menn í Manchester City fá Newcastle í heimsókn. AFP

Viður­eign Manchester City og Newcastle í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu hefst klukk­an 17 á Etihad-leikvanginum í Manchester og er leik­ur­inn sýnd­ur beint hér á mbl.is.

Beina út­send­ing­in er frá og með kl. 16:30 á vef mbl.is um enska fótboltann en leik­ur­inn er jafn­framt sýnd­ur á Sím­an­um Sport eins og flestall­ir leik­ir ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar.

Manchester City er í öðru sæti deildarinnar með 66 stig, 23 stigum á eftir meisturum Liverpool en sex stigum á undan Chelsea sem er í þriðja sæti. Newcastle er með 43 stig í 12. sæti deildarinnar.

mbl.is