Skotmark Liverpool kostar 40 milljónir

Ismaila Sarr.
Ismaila Sarr. AFP

Sóknarmaðurinn Ismaila Sarr mun kosta að minnsta kosti 40 milljónir punda enda vilja forráðamenn Watford ekki selja einn af sínum lykilmönnum ódýrt.

Sarr var einn besti leikmaður Wat­ford á nýliðnu tíma­bili en liðið féll að lok­um úr úr­vals­deild­inni og Senegal­inn tal­inn vera einn af stjörn­um liðsins sem vilji frek­ar færa sig um set en að spila í B-deild­inni í vet­ur. Hann skoraði fimm mörk í deild­inni og lagði upp önn­ur.

Liverpool Echo hefur áður sagt frá því að Englandsmeistarar Liverpool hafi áhuga á að bæta Senegalanum við leikmannahópinn sinn en Watford keypti hann frá Renn­es í Frakklandi á síðasta ári fyr­ir um 30 millj­ón­ir punda.

Liverpool verður hins vegar að opna veskið og borga allavega 40 milljónir fyrir Sarr sem er 22 ára gamall.

mbl.is