Newcastle sótti þrjú stig til London

Callum Wilson fanar marki sínu ásamt Jeff Hendrick.
Callum Wilson fanar marki sínu ásamt Jeff Hendrick. AFP

Newcastle gerði góða ferð til London þegar liðið heimsótti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0-sigri Newcastle en bæði mörk liðsins komu í síðari hálfleik.

Callum Wilson kom Newcastle yfir á 56. mínútu áður en Jeff Hendrick innsiglaði sigur liðsins með marki á 87. mínútu.

Newcastle fer með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar og er með þrjú stig líkt og Arsenal, Liverpool og Crystal Palace.

West Ham er hins vegar í nítjánda sætinu án stiga.

mbl.is