Kærður fyrir munnsöfnuð

Jonathan Moss rekur Dean Smith upp í stúku í leiknum …
Jonathan Moss rekur Dean Smith upp í stúku í leiknum í fyrrakvöld. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Dean Smith, knattspyrnustjóra Aston Villa, til aganefndar sambandsins.

Ástæðan er sú að Smith fékk rauða spjaldið í leik liðsins gegn Manchester City í fyrrakvöld, eftir að hafa mótmælt harkalega fyrra marki City í 2:0 sigri Manchesterliðsins og viðhaft ummæli sem dómara leiksins, Jonathan Moss, þóttu fara yfir strikið.

Hann hafði fyrst sýnt Smith gula spjaldið fyrir mótmælin, Smith bætti þá við einhverjum vel völdum orðum í garð fjórða dómara leiksins, David Coote, og var þá sendur beina leið upp í stúku.

mbl.is