Framherjinn yfirgefur uppeldisfélagið

Andy Carroll hefur yfirgefið Newcastle.
Andy Carroll hefur yfirgefið Newcastle. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Andy Carroll hefur yfirgefið uppeldisfélag sitt, Newcastle. Hinn 32 ára Carroll skoraði aðeins einu sinni í 37 leikjum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann kom aftur til félagsins árið 2019.

Carroll skoraði 31 mark í 80 leikjum með Newcastle frá 2006 til 2011 og samdi síðan við Liverpool þar sem hann skoraði sex mörk í 44 leikjum.

Eftir það lá leiðin til West Ham þar sem hann gerði 33 mörk í 126 leikjum áður en hann kom aftur til Newcastle. Þá hefur Carroll skorað tvö mörk í níu landsleikjum fyrir England.

mbl.is